Hringrásarkerfið er sparnaðarkerfi - Umhverfismánuður atvinnulífsins 2022

Hringrásarkerfið er sparnaðarkerfi. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu ræðir við Egil Jóhannsson forstjóra Brimborgar og Huga Hreiðarsson frá Efnisveitunni undir yfirskriftinni Hringrásarkerfið er sparnaðarkerfi.sa.is

Om Podcasten

Í samtölum atvinnulífsins förum við vítt og breitt um ólíka kima atvinnureksturs á Íslandi. Nýjustu þættirnir eru teknir upp í október og nóvember 2023 í tilefni af Hringferð SA - Samtaka um land allt. Þar  tekur Guðný Halldórsdóttir púlsinn á atvinnurekendum á hverju svæði. Þá má finna fróðlega þætti í tengslum við sjálfbærnimál í tilefni af umhverfismánuði atvinnulífsins. Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem byggja á ólíkum atvinnugreinum; iðnaði, sjávarútvegi, verslun og þjónustu, ferðaþjónustu, orku- og veitu og fjármála. Yfir 2.000 fyrirtæki í fjölbreyttum greinum eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði.